Ég heiti Elín Birna Guðmundsdóttir og er íþróttakennari að mennt og hef starfað við íþróttir og almenna þjálfun síðan 1976. Það má því með sanni segja að mest öllum tíma ævi minnar hef ég helgað alhliða líkamsþjálfun. Í dag starfa ég við Líkamsrækt B&Ó í Garðabæ er með einkaþjálfun, skriðsundsnámskeið, vatnsleikfimi og síðast en ekki síst ungbarnasund í nýrri og glæsilegri sundlaug við Skólabraut í Garðabæ. Skoðið síðuna betur og kynnið ykkur það nýjasta sem í boði er.

Birna Guðmundsdóttir
Netfang: birna@likamsraekt.is
GSM:891-8511
 

Ég heiti Ólafur Ágúst Gíslason. Ég útskrifaðist sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1978, hef starfað sem íþrótta- og sundkennari síðan, í Garðaskóla Garðabæ frá 1980 og starfa þar enn í dag.  Frá 1988 hef ég verið með líkamsrækt fyrir almenning í íþróttmiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ, undir merki Líkamsræktar B & Ó.  Árin 1998 - 2000 stundaði ég framhaldsnám við Norges Idrætthögskole í Oslo .   Árið 1999 tók ég þátt í ungbarnasundskennaranámskeiði hjá "det Norske Livredningsselskapet", og sama ár byrjaði ég  að kenna ungbarnasund í Domus Atletica í Oslo .  Frá 2001 hef ég verið með Ungbarnasund Óla Gísla að Reykjalundi í Mosfellsbæ.  Kennslan fer fram í stórglæsilegri endurhæfingarsundlaug sem tekin var í notkun 2002, að Reykjalundi.  Endilega kíkið á síðuna mína til að fá nánari upplýsingar.

Ólafur Ágúst Gíslason
Netfang: oligisla@hotmail.com
GSM: 847-2916