Söngtextar:

Buslulagið:

Öll börn busla, öll börn busla, öll börn busla,busl,busl,busl.

Öll börn hoppa, öll börn hoppa, öll börn hoppa, hopp,hopp,hopp.

Öll börn brosa, öll börn brosa, öll börn brosa, bros, bros, bros.

Öll börn heilsa, öll börn heilsa, öll börna heilsa, hæ, hæ, hæ.

Öll börn synda, öll börn synda, öll börn synda, í kaf , kaf, kaf.

Öll börn tala, öll börn tala, öll börn tala saman því það er svo gaman.

Öll börn sparka, öll börn sparka, öll börn sparka, spark, spark, spark.

Öll börn vinka, öll börn vinka, öll börn vinka, bless, bless, bless.


Hjólin á strætó.

Hjólin á strætó snúast í hring, hring,hring, hring, hring, hring, hring, hring, hring;

Hurðin á strætó opnast út og inn, út ogínn, út og inn, út og inn;

Gluggarnir á strætó fara upp og niður, upp og niður, upp og niður, uppp og niður;

Þurrkurnar á strætó segja kviss, kviss, kviss, kviss, kviss, kviss, kviss, kviss;

Börnin í strætó segja hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí;

Flautan á strætó segir bí, bí, bí, bí, bí, bí, bí, bí, bí;

Peningarnir í strætó segja klink, klink, klink, klink, klink, klink, klink, klink, klink;


Litlu andarungarnir.

Litlu andarungarnir allir synda vel, allir synda vel.

Höfuð hneigja í djúpið og hreyfa lítil stél,

höfuð hneigja í djúpið og hreyfa lítil stél.

Litlu andarungarnir ætla út á haf, ætla út á haf.

Fyrst í fjarlægð skima og fara svo í kaf,

fyrst í fjarlægð skima og fara svo í kaf.


Litla Trítla.

Litla Trítla sat á bnakka,

litla Trítla datt niður, 1, 2, 3,


Bí bí og blaka.

Bí bí og blaka, álftirnar kvaka

ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka.

Bíum, bíum bamba, börnin litlu ramba,

fram á fjallakamba, leita sér lamba.


Upp á fjall.

Upp, upp, upp á fjall, upp á fjallsins brún.

Niður, niður, niður, niður og alveg niður á tún.


Járnbrautarlagið.

Töffi, töffi lestin, gegnum fjall og dal,

flautar í göngunum tuffi,tuffi,tuff.

Stoppar á stöðinni og allir fara af,

mikið var nú gaman að fara í ferðina.

Ég negli

Ég negli og saga og smíða mér bát

og síðan á sjónum ég sigli með gát.

Og báturinn vaggar og veltist um sæ

ég fjörugum fiskum með færinu næ.

Í ungbarnasundi er gaman

Í ungbarnasundi er gaman, þar leika allir saman

busla sæl í sundi og allir eru með.

Að kafa, liggja og sitja, þið ættuð bara að vita.

hvað allir eru duglegir í ungbarnasundi hér

Ró, ró

Ró, ró á selabát, fyrst við erum fjórir

það eru bæði þú og ég, stýrimaður og stjóri

Nú er pabbi róinn, langt út á sjóinn

til að sækja fiskinn, og færann upp á diskinn


Draumahöll.

Dvel ég í draumahöll og dagana lofa,

litlar mýs um löndin öll fara nú að sofa.

Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga,

einnig sofna skollinn skal með skottið undir vanga.


Búálfur á bænum er.

Það búálfur á bænum er á bjálkaloftinu í dimmunni

það búálfur á bænum er á bjálkaloftinu.

Hann stappar fótum, hoppar hátt,

og haframélið borðar hrátt.

það búálfur á bænum er á bjálkaloftinu.


Í skóginu stóð kofi einn.

Í skóginum stóð kofi einn, 

sat við gluggann jólasveinn,

þá kom lítið héraskinn,

sem vildi komast inn.

Jólasveinn ég treysti á þig, 

veiðimaður skýtur mig,

komdu litla héraskinn, 

því ég er vinur þinn.


Veiðimaður kofann fann,

jólasveininn spurði hann,

hefur þú séð héraskinn, 

hlaupa um hagann þinn?

Hér er ekkert héraskott,

hafa skaltu þig á brott.

Veiðimaður burtu gekk, 

og engan héra fékk.