Ungbarnasund

 

Ungbarnasund er einstök samverustund barns og foreldra. Markmiðið með ungbarnasundinu er að barnið aðlagist vatninu og gera foreldra öruggari svo öll geti notið þessara  samverustunda í sundlauginni.  Við þessar aðstæður gefst tækifæri til að efla tilfinningatengsl við barnið.  Barnið lærir að treysta foreldrum sínum í vatninu og foreldrar læra hvernig best er að meðhöndla barnið í vatninu.
Tímarnir byggjast að mestu leyti upp á ýmsum æfingum með og án söngs.

 

Hvað er ungbarnasund?

Ungbarnasund er fyrst og fremst hreyfing í vatni fyrir börn frá aldrinum 3ja mánaða til 2 ára. Vegna meðfædds köfunarviðbragðs er heppilegasti tíminn til að byrja með barnið 3ja - 6 mánaða.

Hversvegna ungbarnasund?

Markmiðið er ekki að kenna barninu að synda, heludr að aðlagast vatni, efla líkamlegan og andlegan þroska svo og þjálfa ósjálfráð viðbrögð.
Öryggi í vatni getur fyrirbyggt drukknanir.
Ungbarnasundið getur verið fyrirbyggjandi aðgerð gegn vatnshræðslu. 

Helstu markmið ungbarnasunds:

  • Tryggja velllíðan barns í vatni
  • Stuðla að vatnsvana þannig að barn hafi vald á líkamanum í vatnsumhverfi snemma í barnæsku
  • Stuðla að eðlilegum hreyfiþroska
  • Styrkja samskipti foreldra og barna
Ávinningur af ungbarnasundi:
  • Jákvæð áhrif á barnið sem einstakling
  • Ögun og einbeiting örvun ? aðlögunarhæfni
  • Styrkir ónæmiskerfið
  • Styrkir hreyfiþroska, líkamsvitund og sjálfsímynd
Ungbarnasund er skemmtilgegt þar sem áhersla er lögð á leikinn, samspil foreldra og barna, líkamssnertingu og augnsamband.
Foreldrar kynnast öðrum foreldurm og börnin venjast samskiptum við aðra.  Þettta er ánægjuleg og hamingjurík stund sem þau eyða saman án utanaðkomandi truflunar.
Rannsóknir á örvun ungbarna.
Ungbarnasund einu sinni eða tvisvar í viku stuðlar að betri svefni, matarlyst og betra skapi á meðan á námskeiðinu stendur.
Ungbarnasundið telst vera gott örvunarumhverfi. Strax á fyrstu mánuðum barnsins sem það fær varla annars staðar.  Það barn sem hefur lagt stund á ungbarnasund hefur fengið óskabyrjun í upphafi þroska síns bæði á líkama og sál.

Hlutverk kennarans.

Kennarinn er verkstjórinn eða leiðbeinandinn.  Hlutverk hans er að leiðbeina og aðstoða foreldra í lauginni, með ýmsum æfingum, þannig að börnin verði örugg í  vatninu.
Hreyfing og kennsla fer eftir getu hvers barns.  Kennslan og framfarir á námskeiðinu fer mikið eftir því hvernig barninu líður í vatninu.
Ungbarnasundið fer fram í innisundlaug sem hefur að jafnaði +34°C stiga heitt vatn og +25°C lofthita.