Einkaþjálfun

Mörg stöndum við frammi fyrir því að vera ósátt við líkama okkar og langar til þess að gera eitthvað í málunum en komum okkur ekki af stað. Á þeim tímapunkti er einkaþjálfari það sem að þú þarft.

Einkaþjálfun nýtur sífellt meiri vinsælda og er það ekki að ástæðulausu. Fjárfesting í okkur sjálfum er fjárfesting sem skilar sér og það er nokkuð ljóst að þetta gerir enginn fyrir okkur. Hjá einkaþjálfara fær maður það aðhald sem þarf til að koma sér af stað og ekki síður til að ná enn lengra og jafnvel að breyta lífsstílnum.

Til þess að ná árangri þarf að setja sér markmið, raunhæf markmið og því skýrari sem markmiðin eru, því líklegra er að þau rætist.  Talandi um markmið og að ná árangri er ekki síður mikilvægt að huga að  mataræði.  Regluleg hreyfing og gott mataræði er allt sem þarf til þess að ná árangri.

Rétt þjálfunaraðferð er það sem skiptir máli.  Með því að læra réttu handtökin strax ertu líklegri til árangurs.

Við upphaf og lok hvers tímabils ertu mæld(ur) og viktuð/viktaður svo auðvelt er að fylgjast með árangri.

Í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ er lítil og róleg stöð þar sem gott er að æfa og svo toppar maður æfinguna með því að fara í sundlaugina á eftir og slaka á.
Hafir þú ekki tíma fyrir heilsuna í dag er ekki víst að heilsa
n hafi tíma fyrir þig á morgun.
Birna Guðmundsdóttir íþróttakennari, einkaþjálfari
GSM 891-8511
Netfang: birna@likamsraekt.is

Einkaţjálfun