Ég, Elín Birna Guðmundsdóttir, er íþróttakennari að mennt og hef starfað við íþróttir og almenna þjálfun síðan 1976. Það má því með sanni segja að mest öllum tíma ævi minnar hef ég helgað alhliða líkamsþjálfun. Það skiptir miklu máli að hafa starfið sem fjölbreyttast og hef ég löngum haft það að leiðarljósi. Þess vegna hef ég verið iðin við að kynna mér hin ýmsu námskeið bæði hérlendis og erlendis til þess að hafa starfsemina sem ferskasta.

Árið 1979 fór ég af stað með kennslu í líkamsrækt á eigin vegum. Á þeim tíma var aerobik að riðja sér til rúms um heim allan. Líkamsræktin varð fjölbreyttari með hverju árinu og í beinu framhaldi af því hóf ég samstarf við Ungmennafélag Stjörnunnar til þess að anna eftirspurn.


Í dag kenni ég við  Líkamsrækt B&Ó, þ.e. Líkamsrækt Birnu og Óla, sem starfræk er undir Ungmennafélagi Stjörnunnar í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Undanfarin ár hef ég auk þessa kennt vatnsleikfimi  meðgöngusundleikfimi, ungbarnasund og skriðsundsnámskeið. Vatnsleikfimin er mjög vinsæl hjá konum á öllum aldri og er hún kennd í sundslaug Sjálandsskóla.  Skriðsundsnámskeiðin hafa aftur á móti bæði verið kennd í sundlaug Garðabæjar og Mýrinni undanfarin tuttugu ár og eru alltaf jafn vinsæl.

Ég  tek að mér einkaþjálfun. Nú á dögum hefur eftirspurn eftir slíkri þjálfun aukist til muna hjá fólki á öllum aldri og er greinilegt að þetta er þjónusta sem að marga hefur vantað. Einkaþjálfunina býð ég upp á við mjög góða og rólega aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabænum.

Árið 2004 hóf ég kennslu í ungbarnasundi í sundlauginni í Mýrinni við Skólabraut í Garðabæ. Þetta er frábær hreyfing fyrir börnin og mjög styrkjandi fyrir þau og góð aðlögun að vatninu, ásamt því að vera góður undirbúningur fyrir framtíðina. Þetta eru yndislegar samverustundir fjölskyldunnar.


Endilega kynnið ykkur starfsemina enn betur á síðunni ef að þið hafið áhuga og skoðið það nýjasta sem í boði er.
    

Birna Guðmundsdóttir
íþróttakennari
GSM: 891-8511
Netfang: birna@likamsraekt.is