Ég, Ólafur Ágúst Gíslason er íþrótta- og ungbarnasundkennari að mennt og hef starfað við íþróttakennslu nær óslitið síðan 1978, en einnig hef ég starfrækt íþrótta- og leikjanámskeið í Mosfells- og Garðabæ frá 1984 - 1993, fótboltaþjálfun, almennings þjálfun og ungbarnasund. Frá því að vera sjálfur í fótbolta í mörg ár með Fylki í Árbæ hef ég alltaf haft áhuga á íþróttum í gegnum tíðina. Hreyfing og alhliða líkamsþjálfun er nauðsynleg hverjum manni og hefur það verið mitt helsta áhugamál þau ár sem ég hef starfað við íþróttir. Þróunin í hreyfingu allskonar, fyrir alla aldurshópa hefur verið ör síðustu árin og hef ég reynt að fylgjast með á þeim sviðum með því að sækja ýmiss námskeið bæði hér heima sem erlendis.
Árið 1988 byrjaði ég með líkamsrækt fyrir almenning í Heilsugarðinum og ári síðar byrjaði ég á eigin vegum í samstarfi við Ungmennafélag Stjörnunnar í Garðabæ. Í byrjun var það hin hefðbundna Old boys leikfimi, sem hefur þróast í almenna líkamsrækt með "körfubolta ívafi". Frá árinu 1993 hef ég kennt við Líkamsrækt B & Ó, þ.e. Líkamsrækt Birnu og Óla, sem er starfrækt í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ, í samstarfi við Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar. Í dag eru 50 - 60 menn sem koma í tveim hópum frá kl. 17:50 - 19:30 á mánud. og miðvikud., og einnig er hægt að koma á laugard. kl. 09:30.
Árið 1998 - 2000 stundaði ég framhaldsnám í Norges Idrettshögskole í Osló, eftir að hafa starfað sem íþrótta- og sundkennari frá 1978. Árið 1999 tók ég þátt í ungbarnarsundskennaranámskeiði hjá "det Norske Livredningsselskapet" og sama ár vann ég í Domus Atletica í Osló sem ungbarnasundskennari. Síðan í febrúar 2001 hef ég að kennt ungbarnasund að Reykjarlundi í Mosfellsbæ.