Þá er komið að hinni árlegu jeppaferð, haustferð,Líkamsræktar B&Ó. ?Að þessu sinni hefur verið ákveðið að fara inn í Skálann sem er staðsettur rétt fyrir austan Geysir.
Farið verður laugardaginn 01.nóv frá Ásgarði kl 09:30 að morgni og áætlaður komutími í Skálann milli kl 11 og 12 með tilheyrandi stoppum og þess háttar en allt miðast við veður og aðstæður en eins og alltaf í okkar ferðum verður mjög gott veður.
Þegar komið er á áfangastað er á áfangastað losum við okkur við farangur og fáum okkur eitthvað í goggin og síðan förum við inná hálendið til að dást að haustlitunum og hvítum fjöllum og okkar flottu nátturu og komum svo til baka í skálann fyri kvöldmat.
Skálinn er mjög huggulegur með rafmagni , hita og rennandi vatni og fínu eldhúsi og góðri salernisaðstöðu.( sjá www.Gljasteinn.is)
Dagskráin um kvöldið er hefðbundin sem hefst með sameiginlegum kvöldverði sem grillmeistarar 7 tímans elda , maturinn er innifalinn í gjaldinu. Síðan verður kvöldvaka þar sem við skemmtum okkur sjálf með með hjálp hvers annars, eins og venjulega í þessum hóp, að lokum er varðeldur með tilheyrandi söng.
Ekki er nauðsynlegt fyrir fólk að eiga jeppa þar sem nóg framboð hefur verið af þeim hingað til í þessu ferðum þó er sjálfsagt að farþegar taki þátt í eldsneytiskostnaði í samráði við bíleiganda.?Verðið á mann sem er gisting ,kvöldmatur og skálagjald samtals kr 5000. Meðfylgjandi er skráningarlist þar sem skráð er hvort viðkomandi er einn eða með maka, og hvort viðkomandi sé á jeppa eða ekki.
Áætluð heimkoma er sunnudaginn 02 Nóv milli 15 og 17.?ATH SKRÁNING ER BINDANDI . ekki er gert ráð fyrir að börn komi með í þetta ferðalag.
Þá hafa einnig verið farnar gönguferðir yfir sumartímann.
Í byrjun aðventu er farin gönguferð í Reykjavík sem endar í hádegisverði á einhverjum skemmtilegum stað. Undanfarin ár höfum við verið í Víkinni út á Granda.
Í byrjun desember er haldinn árlegur haustfagnaður líkamsræktarinnar.
Stelpukvöld er haldið einu sinni yfir veturinn.
| |||||||||
20 ára afmæli Líkamsræktar B & Ó.
1989 - 2009
Dregið hefur verið í Afmælishappadrætti Líkamsræktar B&Ó og eru vinningar eftirfarandi:
1.vinningur: 4596
2.vinningur: 4648
3.vinningur: 4675
4.vinningur: 4695
5.vinningur: 4619
6.vinningur: 4527
7.vinningur: 4660
8.vinningur: 4510
9.vinningur: 4536
10.vinningur: 4601
11.vinningur: 4737
12.vinningur: 4641
13.vinningur: 4674
14.vinningur: 4733
Vinninga skal vitja í Ásgarði milli kl. 17.00 - 18.00 mánudaginn 18. maí eða hafa samband við Óla og Birnu.
| ||||||