Saga Líkamsrækt B&Ó

Líkamsrækt Stjörnunnar var stofnuð árið 1989 og var staðsett í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Fyrstu kennarar voru Lovísa Einarsdótttir, Ólafur Ágúst Gíslason og Sigurjón Elíasson. Árið 1990 gekk Elín Birna Guðmundsdóttir einnig til liðs við starfsemina. Starfsemin hélst óbreytt til ársins 1993 en þá fluttu Birna og Ólafur sig um set út í Íþróttahúsið á Álftanesi og og til varð Líkamstækt B&Ó eða líkamsrækt Birnu og Óla. Árið 1994 fluttist ræktin aftur til Garðabæjar og er starfandi þar enn í samstarfi við Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar.
Í apríl síðastliðnum var haldið upp á 20 ára afmæli líkamsræktarinnar með veglegum hættti á Hótel Selfoss og voru þar saman komnir rúmlega 100 manns.
Í líkamsræktinn eru rúmlega 100 iðkendur, tveir kvenhópar og 2 karlahópar.
Um er að ræða morgunhóp kvenna sem sem er þrisvar í viku á mánu- miðviku- og föstudögum kl.8:15 og svo eftirmiðdagshóp sem er tvisvar í viku á mánu- og miðvikudögum kl. 17:50 þá eru þrír hópar karla sem eru tvisvar í viku á mánu- og miðvikudögum kl. 17:00 17:50 og 18:40 . Á laugardögum er svo sameiginlegur tími sem eru göngur. Farið er út að ganga í u.þ.b. eina klukkustund og endað er svo í sundi og heitum potti.
Einn laugardag í mánuðu er farið í lengri göngur og er þá farið út fyrir bæjarmörkin og valdar skemmtilegar leiðir og þá jafnvel komið við á kaffihúsi til að slaka á eftir átökin og spjalla saman.
Mikil áhersla er lögð á félagslega þáttinn í þesari líkamsrækt og finnst iðkendum ómissandi þátttur að fara í pott og gufu eftir hvern leikfimitíma, en það er líka margt annað sér til gamans gert og má þá nefna skemmtanir á vegum líkamsræktarinnar. ?A hverju hausti er haldin haustfagnaður og þá er farið í Stjörnuheimilið og borðaður góður matur og allir leggjast á eitt við að gera þessa kvöldstund sem skemmtilegasta og eru þá heimatilbúin skemmtiariði í hávegum höfð og mikið sungið. Innan hópsins er mikið af tónlistarfólki og það má því segja að Líkamsræktin eigi sína eigin hljómsveit svo dansinn er aldrei langt undan.
Á hverju vori er svo farið í vorferð og þá er farið á valda staði sem eru ekki alltof langt frá höfuðborginni og er svipað fyrirkomulag á þessum skemmtunum og á haustfagnaði en þá nýtum við okkur líka umhverfið og er farið í göngur eða sund eftir því sem við á.
Eins og gerist og gengur í góðum félagsskap verða til ýmsar hefðir og er þessi hópur þar engin undantekning. Hefð hefur skapast fyrir því að fara í ýnmsar ferðir og er þá mökum boðin þátttaka. Undanfarin ár hefur verið farið í jeppaferð í nóvember, farið hefur verið í Þórsmörk, Landmannalaugar, Hvanngil og í ár er stefnt á Kerlingafjöll.
Þá hefur hópurinn undanfarin ár farið í 2-3 daga göngu fyrstu helgina í júlí, farið hefur verið yfir Fimmvörðuhálsinn, gengið í Héðinsfjörð farið á Snæfellsjökul og nú síðast var gengið frá Dettifossi yfir í Ásbyrgi. Þessar ferðir eru hreint út sagt frábærar því innan hópsins er mikið af göngugörpum og alltaf einhverjir sem geta tekið það hlutverk að sér að vera leiðsögumaður.
Þá hafa einnig myndast smærri hópar inna líkamsræktarinnar sem hafa tekið sig saman og farið í göngur erlendis og má þá nefna ferðir til Ítalu, Mallorka, Krítar og í Pýrenaflöllin.
Svo að við notum orð iðkenda um flélagsskapinn þá er þetta orðið eins og ein "Stórfjölskylda"
Endilega kynnið ykkur starfsemina enn betur á síðunni ef að þið hafið áhuga og skoðið það nýjasta sem í boði er.
Kennarar eru sem fyrr segir :
Birna Guðmundsdóttir
Netfang: birna@likamsraekt.is
Gsm: 891-8511
Ólafur Ágúst Gíslason
Netfang:oligisla@hotmail.com
GSM: 847-2916