02.01.2005 21:41

María Huesmann Karlsdóttir

Kæra Birna.

Mig langar til að þakka þér kærlega fyrir þína aðstoð að koma mér af stað í líkamsrækt. Ég verð að segja að árangurinn fór fram úr öllum vonum. Þar sem ég var stödd hér á landi og í kvöldskóla fannst mér tilvalið að nota tímann og prófa einkaþjálfun en reiknaði ekki með að ég gæti náð svo góðum árangri á aðeins fjórum vikum. Fjögur kíló hurfu á braut og varð ég þarf að leiðandi minni um mig. Vellíðanin sem að fylgir þessum nýja lífstíl er vart með orðum lýst.

Leiðbeiningar um mataræði og hvernig bera sig skal að við iðkun líkamsræktar báru árangur strax á fyrstu viku og finnst mér ég núna hreint ekki án líkamsræktar geta verið. Ég hef ósjaldan reynt að stunda þetta ein eftir fremsta megni en ávallt gefist upp. Ég vil nota tækifærið og þakka þér kærlega fyrir að gera þetta svo eðlilegt og jafnframt skemmtilegt. Þú lést þetta hljóma svo einfalt og með góðum leiðbeiningum þínum hefur mér tekist að stunda líkamsræktina ein og óstudd og ætla mér að gera það áfram. Ég mun senda þér mynd af mér að ári liðnu.

Bestu þakkir og kveðjur,
María Huesmann Karlsdóttir
Luxembourg

Til baka