Kennslan fer fram í stórglæsilegri innisundlaug endurhæfingarmiðstöðvarinnar að Reykjalundi sem tekin var í notkun í febrúar 2002.  Sundlaugin er 9 x 7m og laugarhiti er +34° og lofthiti +25°.

 

Þar er kennt við frábærar aðstæður í rólegu, björtu og notalegu umhverfi.   'Ahersla er lögð á að hafa tímana afslappaða og skemmtilega með söng og ýmsum leikjum og góðum styrktaræfingum fyrir barnið.

Foreldrar kynnast öðrum foreldrum og börnin venjast samskiptum við aðra.  Þetta er ánægjuleg og hamingjurík stund sem foreldrar og börn eyða saman án utanaðkomandi truflunar. Sannkölluð óskastund.