Undirbúningur.

 

  • Baðið barnið í baðkeri við hitastig 35° , laugin er 34°
  • Framkvæma rólegar hreyfingar í vatninu
  • Láta barnið venjast hljóðinu af sturtunni
  • Fyrsti tíminn er nokkurskonar aðlögun að öllum hljóðum og umhverfi

 

Hvað þarf að hafa með?

 

  • Sundföt sem falla vel að líkama barnsins
  • Handklæði og annað sem til þarf við böðun barnsins.
  • Bílstól til að geta lagt barnið frá sér meðan foreldri athafnar sig
  • Skiptitöskuna með öllu sem skiptir máli fyrir barnið
Undirbúningur fyrir hvern sundtíma.
Gott er að barnið sé vel sofið og mett þegar það kemur í ungbarnasundið.  Þreytt og svangt barn unir sér ekki í vatninu.  Gefið ykkur ávallt góðan tíma fyrir hvern sundtíma.
Lærið réttu handtökin á námskeiðinu og köfunin er aðeins bónus en ekki aðalatriðið.  Talið við barnið og verið óspör við að hrósa því oft og vel.
Munið að þetta er tími þar sem þið njótið samvista með barninu í rólegu og notalegu umhverfi og reynið þvi að njóta hans sem best.
Mikilvægt er að mæta vel og á réttum tíma
Birna Guðmundsdóttir
Netfang: birna@likamsraekt.is
GSM:891-8511