Undirbúningur fyrir hvern sundtíma:
Gott er að barnið sé vel sofið og mett þegar það kemur í ungbarnasundið.  Þreytt og svangt barn unir sér ekki í vatninu
Barnið á að hafa þéttar sundbuxur- eða bol, sem situr þétt um lærin og mitti, ekki venjulegar bleiur, heldur svokallaðar strandbleiur. 
Foreldrar verða að fara í sturtu og þvo sér vel fyrir tímann, en það nægir að strjúka af bossanum á barninu með blautbréfi.
Takið með tvö stór handklæði, (fyrir barnið), og passið að barnið ofkælist ekki.  Notið ilmlausa olíu eða rakakrem til að bera á barnið eftir hvern tíma.  Athugið að hafa olíuna eða kremið í plastíláti!
Annað sem gott er að taka með er; Barnamatur, mjólkurpeli,snuð, hreinar bleiur, og plastpoki, einnig leikfang sem barninu líkar við og má blotna.
Það hefur ekki sýnt sig að börn sem stunda ungbarnasund fái frekar í eyrun en önnur börn.  Það sem skiptir mestu máli er að koma í veg fyrir snögg umskipti á hita og kulda. 
Farið aldrei ofan í laugina fyrr en þið fáið leyfi.
Gefið ykkur ávallt góðan tíma fyrir hvern sundtíma, því þetta er tími þar sem þið njótið samvistar með barninu í rólegu og notalegu umhverfi og reynið því að njóta hans sem best.  Munið ekkert stress í umferðinni, betra er að koma of seint en koma ekki.

oligisla@hotmail.com

Sími 8472916